FOAM BEETLE-UPPSKRIFT

Price range: 495 kr. through 950 kr.

Hér er ein útgáfa af Foam Beetle, hún er einföld og auðveld í hnýtingu.

Það er ekkert skemtilegra en að fá fiskinn til að sækja fluguna upp á yfirborðið og sjá tökuna.

Þessi útgáfa virkar vel á dauðarekinu bæði í straum og stöðuvatni. Liturinn á foam-inu skiptir ekki öllu, aðalmálið er að þú sjáir fluguna fljóta og nærð að fylgja henni. Foam-ið frá Hends er algjör snilld þar sem það kemur skorið og er klárt til hnýtinga og myndar alltaf fallegan búk. Gott er að eiga nokkra liti eftir birtuskylirðum.

Við munum koma með nokkrar útfærslur í vetur.

Inn á Instagram, Facebook  og Youtube síðu Flugusport er kennslumyndband hvernig þessi Foam Beetle er hnýtt.

Hér er uppskriftin af flugunni:

Öngull: KAMASAN B175- TROUT HEAVY #12

Þráður: POWER THREAD SMALL

Foam: HENDS BEETLE BODY 25mm

Búkur: Hends Spectra Dubbing

Lappir: SPINNER TAIL BARRED

 

 

 

Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
950 kr.
Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
845 kr.
Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
495 kr.
Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
495 kr.
Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
699 kr.